Samfélagið
Ábyrgir starfshættir
Samfélagið
Ábyrgir starfshættir

Fagmennska, hagkvæmni og ábyrg vinnubrögð einkenna starfsemina. Lögð er áhersla á mælanleg markmið til að tryggja árangur á öllum sviðum. Við fylgjumst með og tileinkum okkur nýjungar til framfara.

Samfélagsleg ábyrgð hjá ÁTVR
Samfélagið
Samfélagsleg ábyrgð hjá ÁTVR
Skilríkjaeftirlit
Samfélagið
Skilríkjaeftirlit

Mjög mikilvægur þáttur í samfélagsábyrgð er að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri. Til að efla starfsfólk í skilríkjaeftirliti eru framkvæmdar hulduheimsóknir. Viðskiptavinir á aldrinum 20 – 23 ára versla í Vínbúðunum og skila niðurstöðum til rannsóknaraðila um hvort viðkomandi hafi þurft að framvísa skilríkjum. Hulduheimsóknir eru framkvæmdar í öllum Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu og einnig á Selfossi, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Að jafnaði eru þrjár til fimm heimsóknir í mánuði í hverja Vínbúð. Á árinu var farið í samstarfsverkefni með stjórnvöldum sem gerir starfsfólki allra Vínbúða kleift að skanna rafræn ökuskírteini og fá staðfestingu úr gagnagrunni lögreglunnar hvort viðkomandi hafi aldur til áfengiskaupa. Árangur hulduheimsókna var mjög góður eða 95% en markmiðið er að árangurinn sé ekki undir 90%.

Hulduheimsóknir
Niðurstaða
Markmið
Grænt bókhald
Samfélagið
Grænt bókhald

ÁTVR heldur grænt bókhald, er jafnframt þátttakandi og skilar inn tölum í Grænt bókhald hjá Umhverfisstofnun. Vistvæn innkaup eru samstarfsvettvangur opinberra aðila, en markmið verkefnisins er að stuðla að vistvænum innkaupum og þar með grænum ríkisrekstri. Græn skref er leið fyrir opinbera aðila að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum. Skrefin eru fimm og fæst viðurkenning frá Umhverfisstofnun eftir hvert skref. Allar Vínbúðir, auk höfuðstöðva og dreifingarmiðstöðvar, hafa innleitt skrefin fimm.

2022 2023 Markmið 2023
Prentun
Skrifstofupappír 3,8 3,4 3,0 kg/stg.
Prentun umhverfisvottuð 100% 100% 100% hlutfall
Einnota vörur
Pappamál 64 33 30 stk/stg.
Ræstiefni
Sólar ehf 100% 100% 100% hlutfall
Ræstivörur 88% 94% 90% hlutfall
Umbúðir
Margnota burðarpokar 8.791 10.653 * stk/Mltr.
Strekkifilma 503 436 430 kg/Mltr.

Engir plastpokar eru seldir hjá Vínbúðunum en margnota burðarpokar eru til sölu. Alls seldust 252 þús. margnota pokar á árinu.

Aðkeypt ræsting fyrir skrifstofu og dreifingarmiðstöð er frá Sólar ehf, Svansvottuðu ræstingarfyrirtæki. Í Vínbúðunum sér starfsfólk um ræstingar. Alls voru 94% af ræstiefnum umhverfisvottuð.

Umbúðir
Samfélagið
Umbúðir
Aðfangakeðjan og endurvinnsla skiptir ÁTVR miklu máli.

ÁTVR er einn af stofnendum Endurvinnslunnar hf. og hluthafi. Hlutverk Endurvinnslunnar hf. er meðhöndlun allra einnota drykkjarvöruumbúða á Íslandi. Skil á drykkjarvöruumbúðum var 91% af seldum umbúðum.

Á árinu voru tæplega 53 milljón einingar seldar í Vínbúðunum.

Niðurstaða lífsferilsgreiningar á vörusafni sem ÁTVR vann ásamt áfengiseinkasölunum á Norðurlöndum, sýndi að mestu umhverfisáhrifin voru af umbúðum. Þar komu glerumbúðir verst út.

Á meðfylgjandi mynd má sjá samanburð á kolefnisspori umbúða g/L af CO2.

Til upplýsinga fyrir viðskiptavini þá eru birtar á vöruspjaldi allra léttvínstegunda á www.vinbudin.is, þyngd umbúðanna og áætlað kolefnisspor þeirra. Þyngd glersins skiptir mestu máli þegar kemur að kolefnisspori glerumbúða. Áhersla hefur verið lögð á að framleiðendur noti léttgler, það er léttara en 420 g, sérstaklega fyrir vörur sem framleiddar eru í miklu magni. Í vörusafni eru vín í 750 ml glerflöskum; rauðvín, hvítvín og rósavín, í léttgleri sem er 39% miðað við selda lítra. Heildarlosun frá umbúðum var 12.321 tonn og minnkaði um 4%. Markmiðið er að minnka kolefnissporið um 50% árið 2030 miðað við viðmiðunarárið 2020.

Samfelagid_umbudir
Losun CO2 frá umbúðum
Tonn
Heildarlosun umbúða
Tonn CO2 á milljónir seldra lítra

Markmiðið er að draga úr losun um 7% árlega miðað við selda lítra, meðal annars með fjölgun söluhárra tegunda í léttgleri. Auk þess má búast við að aukning verði á framboði vína í öðrum gerðum umbúða sem hafa minni umhverfisáhrif en gler.

Hlutfallið á milli losunar á selda milljón lítra á milli ára fór úr 533 í 520 (tCO2/milljón lítra) eða lækkaði um 2%. Hlutfall bjórs í álumbúðum jókst; fór úr 91,5% í 92,5%.

Langtímamarkmið: Umbúðir - tCO2/Mltr
Rauntala
Markmið

Til að ná markmiði um 50% samdrátt í kolefnislosun umbúða og stefna á Parísarsamkomulagið um 1,5 gráðu hlýnun, þarf að ná 7% árangri á hverju ári.

Fjöldi eininga eftir umbúðum 2021 - 2023
Glerflöskur
Annað (box, ferna, plast ofl.)
Ál
Skil eftir tegundum umbúða hjá Endurvinnslunni og sveitarfélögum
  • Ál
  • Plast
  • Gler
Bjór - losun CO2 g/Mltr og hlutfall álumbúða
Hlutfall álumbúða
Bjór
Orkunotkun
Samfélagið
Orkunotkun

Þriðjungur heildar raforkunotkunar er á Stuðlahálsi þar sem höfuðstöðvar, dreifingarmiðstöð og Vínbúðin Heiðrún eru staðsett. Í notkun er sérstakt hússtjórnarkerfi sem vaktar hita og rafmagnsnotkun og stýrir álagi. Í grænu skorkorti eru sett markmið og fylgst er með orkunotkun. Rafmagnsnotkun á Stuðlahálsi var sambærileg notkun 120 heimila (601.373 kWst) og hækkaði um 6% milli ára. Alls eru 22 hleðslustöðvar fyrir rafbíla á lóðinni. Með aukinni rafbílaeign er fyrirsjáanlegt að rafmagnsnotkun muni halda áfram að aukast. Áfram verður unnið að því að setja upp LED ljós í byggingar og skilti.

Heitt vatn samsvaraði notkun 118 heimila (68.108 m3) og hækkaði um 17% á milli ára. Ástæða fyrir breytingunni er óhagstætt veðurfar.

Orkunotkun Stuðlahálsi
2022 2023 Markmið 2023 Mism. 22/23 CO2 [tonn] Útreikningar
Rafmagn 569 601 600 6% 5,1 MWst
Heitt vatn 35.304 39.213 34.000 11% 17,0 m3
Heitt vatn - snjóbræðsla 20.989 28.895 24.000 38% 12,5 m3
Rafmagnsnotkun Vínbúða

ÁTVR þekkir til fulls rafmagnsnotkun á Stuðlahálsi og því sem samsvarar 66% heildarfermetrafjölda Vínbúða. Almenn raforkunotkun var 757 MWst á þessum fermetrum. ÁTVR hefur ekki fullnægjandi vitneskju um rafmagnsnotkun í leiguhúsnæði þar sem rafmagn er hluti af leiguverði. Þekkt rafmagnsnotkun er tæplega 1,4 GWst. Það er lækkun um 3% frá fyrra ári.

Umreiknað miðað við heildarfermetrafjölda húsnæðis er áætluð almenn notkun rafmagns rúmlega 1,7 GWst á ári. Útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar raforku er 15 tonn CO2.

Rafmagn - kWst
Stuðlaháls
Vínbúðir
Áætlað
Heitt vatn - m3

Vitneskja um heitavatnsnotkun er sömu takmörkunum háð og vitneskja um rafmagnsnotkun. ÁTVR þekkir til fulls heitavatnsnotkun á Stuðlahálsi og 48% af heildarfermetrafjölda Vínbúða. Heitavatnsnotkunin var 88.604 m3 fyrir þessa fermetra.

Heildarnotkun er áætluð 156.712 m3 sem gerir um 10,7 rúmmetra á hvern fermetra. Það er hækkun um 15% frá fyrra ári. Helsta ástæðan er snjór og kuldi yfir vetrartímann. Útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar hitaorku er 68 tonn CO2.

Þann 1. janúar 2023 varð sú breyting á í tengslum við kaup á raforku í landinu að upprunaábyrgðir raforku hættu að fylgja endurgjaldslaust með þeirri orku sem sölufyrirtækin keyptu á heildsölumarkaði. ÁTVR keypti ekki græna raforku af Orkusölunni. Markaðsbundin losun raforku er því 892 tCO2.

Heitavatnsnotkun - m3
Stuðlaháls
Snjóbræðsla S2
Vínbúðir
Áætlað
Raforka og heitt vatn - Allt fyrirtækið
2022 2023 Eining Mismunur 22/23 Útreikningar
Áætluð heildar almenn raforkunotkun 1.792 1.747 MWst -3%
Raforka - staðbundinn stuðull 8,54 8,54 g CO2íg/kWst 0% Umhverfisstofnun 2024
Raforka - markaðsbundinn stuðull 427,1 510,7 g CO2íg/kWst 20% Orkustofnun 2021 og 2022
Raforka - staðbundin losun 15,3 14,9 CO2 tonn -3%
Raforka - markaðsbundin losun 765,2 892,2 CO2 tonn 17%
Heitt vatn - losunarstuðull 434 434 g CO2íg/m3 0% Umhverfisstofnun 2024
Heitt vatn - kolefnisspor 59 68 CO2 tonn 15%
Vínbúðir - almenn raforkunotkun 83 78 kWst/m2 -6%

Í allri starfsemi ÁTVR er lögð áhersla á orkusparnað og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það fléttast inn í Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 7, Sjálfbær orka, og númer 13, Aðgerðir í loftslagsmálum.

Innleiðing á LED lýsingu á Stuðlahálsi er langt komin og í Vínbúðunum hefur markvisst verið unnið að innleiðingu og eru langflestar verslanir komnar með LED lýsingu að hluta eða öllu leyti. Sama gildir um skilti Vínbúðanna.

Almenn raforkunotkun á fermetra í Vínbúðum lækkaði á milli ára, fór úr 83 kWst/fm í 78 kWst/fm.

Samantekt á notkun endurnýjanlegum og óendurnýjanlegum orkugjöfum í kWst.
Magn Stuðull kWst
Raforka 1.746.804 1 1.746.804
Heitt vatn - m3 156.721 44,4 6.958.013
Dísel olía - ltr 49.987 10,73 536.361
Bensín - ltr 1.034 9,5 9.823
Líffræðileg fjölbreytni
Samfélagið
Líffræðileg fjölbreytni

ÁTVR leggur áherslu á að bjóða vörur sem framleiddar eru í sátt við samfélag og umhverfi. Stefnan er að sérmerkja vörur í Vínbúðunum sem vottaðar vörur. Í þeim flokki verða vörur sem hafa vottun um lífræna ræktun, sjálfbæra framleiðslu, bíódínamíska ræktun og vottun um sanngjarna framleiðslu. Einnig vistvænar umbúðir s.s. álumbúðir, plast og pappír.

Ábyrgt vottaðar vörur eru öflug vörn gegn grænþvotti. Rannsókn sem unnin var af Ecogain AB sem hluti af umhverfissamstarfi norrænu áfengiseinkasalanna (NAM) sýnir að lífrænir og lífefldir búskaparhættir stuðla betur að líffræðilegri fjölbreytni og jarðvegsheilbrigði en hefðbundinn búskapur.

Vottaðar vörur - fjöldi vörunúmera
Lífrænt
Sjálfbært
Bíódínamískt
Sanngjarnt

Þegar hafa 43 vottanir verið viðurkenndar hjá NAM og sér Intertek í Svíþjóð um að meta viðmiðin til að komast í viðurkennda hópinn. Í viðmiðum er ræktun og framleiðsla í umhverfismálum, mannréttindi og stjórnarhættir skoðaðir.

Hlutfall af vottuðum vörum er 11,1% af vörunúmerum vörusafns en 3,6% sé miðað við lítra.

Í stefnuvísi NAM til 2030 er markmið að meirihluti vörusafnsins sé með faggilda vottun af óháðum þriðja aðila. Það er langt í land að ná því markmiði. Í stefnunni er markmið að hvetja viðskiptavini til að velja frekar vottaðar vörur.

Loftslagsmál
Samfélagið
Loftslagsmál og loftslagsbókhald

ÁTVR hefur sett sér loftslagsstefnu í samræmi við lög um loftslagsmál nr. 70/2021. Stefnan tók gildi 1. janúar 2022. Í stefnunni eru markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð.

Á línuritinu hér fyrir neðan eru loftslagsmarkmið til ársins 2030. Flokkað er eftir losun frá fólksbílum, vörubílum (sem er stærsti hlutinn), sendiferðabílum og kælimiðlum. Til viðmiðunar er lína sem sýnir rauntölu beinnar losunar. Markmiðið er að draga úr beinni losun um 40% miðað við árið 2016 og ná markmiðum Parísarsáttmálans um að hlýnun verði undir 1,5 gráðum.

Dökkgræni flöturinn sýnir losun fólksbíla, ljósgræni er losun vöruflutningabíla, dökkbrúni er losun sendibifreiða og gulii liturinn efst losun kælimiðla. Ljósbrúna línan er rauntala hvers árs sem liðið er.

Bein losun til 2030
Rauntala
Fólksbílar
Vörubílar
Sendiferðabílar
Kælimiðlar

Komið er til móts við alla beina losun með fjárfestingum í kolefnisverkefnum hjá Kolviði og SoGreen.

Kolviður býður upp á kolefnisbindingu með skógrækt með óvottuðum kolefniseiningum, sem eru ekki kolefnisjöfnun og flokkast því sem styrkur til kolefnisverkefna. ÁTVR keypti 117 kolefniseiningar hjá Kolviði sem munu bindast á næstu 50 árum.

SoGreen er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem er að hefja framleiðslu nýrra tegunda kolefniseininga á heimsvísu: Kolefniseininga sem myndast með því að tryggja stúlkum í tekjulágum ríkjum menntun. Kolefniseiningarnar myndast við þá forðun í losun gróðurhúsalofttegunda sem verður þegar stúlkum er tryggð menntun. Menntun er ein áhrifaríkasta leiðin til þess að fyrirbyggja hjónabönd barna og þungun táningsstúlkna og þannig er hægt að vinna gegn fólksfjölgun og fátækt.

ÁTVR keypti 50 kolefniseiningar hjá SoGreen og er með 5 ára samning við fyrirtækið. Þegar þær einingar sem Vínbúðin hefur fjárfest í verða virkar og vottaðar einingar munu þær vera taldar fram á móti losun Vínbúðarinnar.

Losun

ÁTVR gerir sér grein fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum eru staðreynd. Með því að skrifa undir yfirlýsingu um loftslagsmál skuldbindur fyrirtækið sig til að draga úr losun í starfsemi sinni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 13, Verndun jarðarinnar, er hér í öndvegi.

Allur
beinn útblástur er kolefnisjafnaður

Allur beinn útblástur er kolefnisjafnaður. Hann er 149 tonn og flug 18 tonn í losunarsviði 3, alls 167 tonn.

Umhverfisáhrif vegna vörudreifingar skiptast annars vegar í losun koltvísýrings vegna eldsneytisbrennslu og hins vegar slit á vegum. Langtímamarkmið ÁTVR er að draga úr notkun jarðefnaknúinna bifreiða.

Á vef Vínbúðanna má finna nánari upplýsingar um stöðu loftslagsmála, tölurnar uppfærast reglulega. Stefna ÁTVR er að vera fyrirmynd í samfélagslegri ábyrgð og mynda jákvætt kolefnisspor sem styður náttúruna.

Losunarsvið 1 - Bein losun

Akstur

Í árslok voru 50 Vínbúðir í rekstri. Alls voru seldar 23,7 milljónir lítra af áfengi sem var dreift miðlægt frá dreifingarmiðstöð á Stuðlahálsi. Dreifingin er tvíþætt; um 80% magnsins er dreift á eigin bílum og 20% af flutningum eru boðnir út. Eigin bílar flytja vörur um höfuðborgarsvæðið, Borgarnes, Akranes, Suðurnes og Suðurland að Hvolsvelli. Tóbaki er dreift með eigin bílum á höfuðborgarsvæðinu en önnur dreifing er boðin út.

Alls voru keyptir 49.987 lítrar af díselolíu og 1.034 lítrar af bensíni. Aukning í kolefnislosun var 9 tonn CO2 á árinu.

Alls eru níu díselbílar, þrír rafbílar og tveir tengiltvinnbílar í notkun í árslok. Við útreikninga á beinni losun frá bifreiðum er haldið um olíukaup þar sem notaður er losunarstuðullinn 2,72 fyrir dísel og 2,34 fyrir bensín. Þessar tölur eru fengnar frá Losunarstuðlum Umhverfisstofnunar.

80%
áfengis flutt með eigin bílum ÁTVR
Akstur bifreiða
Kílómetrar
  • Fólksbílar
  • Sendiferðabílar
  • Vöruflutningabílar
  • Samtals
Jarðefnaeldsneyti
Lítrar
  • Dísel
  • Bensín
  • Samtals
Kælimiðlar

Kælar í Vínbúðum eru 16. Verið er að breyta kælimiðlum úr R404a í CO2. Kælimiðillinn R404a var notaður í öllum kælirýmum, hann hefur ekki áhrif á ósonlagið heldur mikil gróðurhúsaáhrif. Losun af einu kg af R404a hefur sömu áhrif og 3.922 kg af koldíoxíði (1 x 3.922 GWP (e. Global Warming Potential)). Kælikerfin eru lokuð, engin óhöpp urðu í kælimiðlum á árinu. Í kerfunum eru 10 kg af kælimiðli. Notast er við sömu aðferð og í Danmörku þar sem áætlað er að 3% tap sé af kælimiðli á ári. Því er áætlað að 11 tonn af koldíoxíð ígildum (CO2íg.) losni á ári. Skipt var í CO2 kælimiðil í Vínbúðinni Reykjanesbæ á árinu. Enn eru 9 Vínbúðir með R404a kælimiðla, þeim verður skipt út á næstu árum.

CO2
kælimiðill í stað R404a
Fjárfesting til kolefnisverkefna

Bein heildarlosun er 149 tonn af CO2 og er kolefnið bundið hjá Kolviði og forðað hjá SoGreen. Binding hjá Kolviði samsvarar því að gróðursetja 990 tré.

Kolefnisspor ÁTVR
Bein losun CO2-ígildi í tonnum
Losun á losunarsviði 1
CO2-ígildi í tonnum
Losunarþáttur Áhrif 2022 2023 Breyting 22/23
Eigin fólksbílar Bein 12 9 -25%
Eigin flutningabílar Bein 105 114 9%
Eigin sendiferðabílar Bein 12 15 25%
Kælimiðlar Bein 12 11 -8%
Samtals 141 149 6%

Losunarsvið 2 - Óbein losun

Raforku- og varmanotkun

Rafmagnsnotkun á Stuðlahálsi jókst en minnkaði í Vínbúðunum. Breytingar voru á losunarstuðlum hjá Umhverfisstofnun. Áætlað er að notaðar hafi verið rúmlega 1,7 GWst rafmagn og 157 þúsund rúmmetrar af heitu vatni fyrir allan rekstur. Áætlaður útblástur er að 15 tonn losni við framleiðslu rafmagns og 68 tonn CO2 við framleiðslu á heitu vatni.

1,7
GWst rafmagn fyrir allan rekstur
Orkunotkun
CO2-ígildi í tonnum
Losunarþáttur Áhrif 2022 2023 Breyting 22/23
Orkunotkun Óbein-2 74 83 11%

Losunarsvið 3 - Óbein losun

Loftslagsmarkmið í virðiskeðjunni

Forstjórar áfengiseinkasalna á Norðurlöndum undirrituðu stefnuvísi (e. RoadMap) til ársins 2030. Þar er markmiðið að draga saman losun í virðiskeðjunni, losunarsviði 3 um 50%, viðmiðunarár 2020.

Það náðist góður árangur á árinu og fyrirtækið á réttri leið að markmiði.

Virðiskeðjan - Langtímamarkmið um 50% samdrátt í losun
Rauntala
Drykkjarvöruframleiðsla
Framleiðsla umbúða
Ræktun
Landnotkun
Alþjóðlegur flutningur
Tóbaksframleiðsla
Önnur losun
Umbúðir vörusafns

Vörusafn áfengis hefur stærsta kolefnissporið, 53.091 tCO2íg og er 96% af heildarlosun fyrirtækisins. Árið 2014 hófst vinna við lífsferilsgreiningu á vörusafni norrænu áfengiseinkasalanna, þá kom í ljós að umbúðir sköpuðu stærsta kolefnissporið. Í kjölfarið var farið að greina kolefnisspor umbúða og þá sást að glerumbúðir eru með stærsta sporið. Með losunarstuðlum sem komu úr greiningunni er hægt að reikna kolefnisspor umbúða.

Lífsferilsgreiningin var endurtekin í ár á vörusafni 2022. Niðurstaðan var að heildarlosun jókst á milli greininga en EXIOBASE gagnagrunnurinn var uppfærður og nákvæmari gögn notuð í útreikningum.

Heildar kolefnisspor innri og ytri umbúða er 13.112 tonn og minnkaði um 4% milli ára.

ÁTVR hefur reiknað heildar kolefnisspor rekstrarins og er það 55.431 tonn CO2íg. Langstærsti hlutinn er í virðiskeðjunni, losunarsviði 3, eða rúm 99%.

Í loftslagsbókhaldinu fyrir losunarsvið 3 er ekki greint frá aukaafurðum, s.s. korn, og koma í stað losunar á -1.334 tonnum CO2íg og endurvinnsla umbúða sem minnkar losun um -9,692 tonn CO2íg. En staðalinn segir að ekki sé hægt að gefa upp neikvæða losun. Smásölu er sleppt en stór hluti af því er orka. Einnig losun frá neytendum og förgun. Allir þessir þættir eru reiknaðir í lífsferilsgreiningunni.

Niðurstöður sýna að fyrirtækið hefur náð utan um stærstu losunarvalda og náð að teikna stóru myndina. Skv. Green House Gas Protocol Technical Guidance for Calculating Scope 3 Emissions eru 15 þættir sem taka þarf afstöðu til og er búið að uppfylla þær kröfur. Rannsóknir á fyrirtækjum í MSCI-vísitölunni sýna að 88% af losun fyrirtækja eru í virðiskeðjunni, losunarsviði 3 og 98% í smásölu.

13.112
tonn, heildar kolefnisspor umbúða
Hlutfall CO2 losunar eftir losunarsviðum - %
  • Losun
Framleiðsla á drykkjum og umbúðum þeirra veldur mestu losuninni.

Framleiðsla á drykkjum stendur fyrir stærsta hluta kolefnissporsins, 47% (26.253 tCO2íg). Næstmesta losunin stafar af framleiðslu drykkjarvöruumbúða og pakkninga 24% (13.112 tCO2íg), þar á eftir kemur ræktun, 16%, (8.843 tCO2íg).

Losun á losunarsviði 3 - 55.431 tonn tCO2

  • Drykkjarvöru- framleiðsla 47,4%
  • Umbúða- framleiðsla 23,7%
  • Ræktun 16%
  • Landnotkun 5,7%
  • Alþjóðlegur flutningur 3,2%
  • Tóbaks- framleiðsla 3,6%
  • Önnur losun 0,6%

Útreikningar eru unnir úr lífsferilsgreiningu sem gerð var fyrir vörusafnið af 2.-0 LCA consultants.

Flutningur vöru

Umfang aksturs þriðja aðila vegna dreifingar áfengis á landsbyggðinni er tæplega 4,8 milljónir lítra, 205 tonn af CO2. Það eru 20% af seldu heildarmagni áfengis. Miðað er við rauntölur kolefnisspors frá Samskipum 97 g/tonnkm.

Flug starfsfólks

Starfsfólk flaug 39 ferðir til og frá Íslandi á árinu 2023. Samkvæmt reiknilíkani ICAO þá er losun þessara ferða samtals 13 tonn af CO2. Í innanlandsflugi voru farnar samtals 59 ferðir, flestar til Akureyrar. Samkvæmt reiknilíkaninu var losun samtals 5 tonn CO2. Þó flug falli undir óbein áhrif er komið til móts við þá losun með fjárfestingum í kolefnisverkefnum hjá Kolviði, alls 18 tonn.

Ferðavenjur til og frá vinnu

Könnun á ferðavenjum starfsfólks til og frá vinnu var endurtekin. Niðurstaðan var að 90 tonn af CO2 losna út í andrúmsloftið vegna samgangna starfsfólks. Niðurstaða ársins er betri en fyrri ára sem skýrist meðal annars af því að minni mengun kemur frá einkabílum, fór úr 117 g/km niður í 101 g/km og nýr losunarstuðull fyrir strætó lækkaði í 51,3 g/km en var 80 g/km. Meðalvegalengd frá vinnustað hækkaði í 7,2 km og samgöngusamningum við starfsfólk fækkaði lítillega.

Losun starfsmanna CO2 - til og frá vinnu

Haldið verður áfram að hvetja starfsfólk til að nota vistvæna samgöngumáta og hefja orkuskipti á bifreiðum. Markmiðið er að ná undir 80 tonn CO2 vegna losunar starfsfólks til og frá vinnu á næsta ári.

Urðun úrgangs

Urðaður úrgangur var um 24 tonn á síðasta ári. Endurvinnsluhlutfallið lækkaði í 87% og kolefnissporið fór í 27 tonn af CO2. Einnig eru 2 tonn í losun vegna lífræns úrgangs til jarðgerðar.

Flutningur tóbaks og áfengis

Losun frá flutningi áfengis er 1.731 tonn af CO2 og lækkar milli ára um 2% og notað er líkan úr lífsferilsgreiningu vörusafns 2022. Sjóflutningur á stærsta hluta losunar en mikið af bjórnum er framleitt innanlands og því er flutningur 3% af losun í virðiskeðjunni en 11% hjá einkasölum á Norðurlöndum.

Sjóflutningur neftóbaks er áætlaður 7 tonn og lækkar um 22%. 19% samdráttur er í sölu neftóbaks, hráefnið kemur að stórum hluta frá Filippseyjum. Sjóflutningur reyktóbaks er 17 tonn og lækkar um 1 tonn vegna 9% samdráttar í sölu.

Með nákvæmari losunartölum frá flutningsaðilum verða tölurnar raunhæfari. Í útreikningum var miðað við 28 g/tonnkm frá Eimskip (kolefnisreiknir Eimskips).

Heildarlosun alþjóðaflutnings er því 1.755 tonn CO2.

Tóbak

Ný tala sem fengin er úr lífsferilsgreiningu á tóbaki: „Cigarette Smoking: An Assessment of Tobacco’s Global Environmental Footprint Across Its Entire Supply Chain“ (American Chemical Society 2018). Dæmigerð sígaretta hefur vatnsspor upp á 3,7 lítra og losun upp á 14 g CO2íg. Heildarlosun tóbaks sem fer í gegnum heildsölu hjá ÁTVR er 1.977 tonn CO2.

Bílaleigubílar og leigubílar

Bílaleigan Höldur er með ISO 14001 vottun og voru flestir bílar leigðir þaðan. Alls voru keyrðir 13.512 km og losun var rúmt tonn. Losun frá leigubílum er óveruleg. Stefnan er ávallt sú að panta vistvæna leigubíla.

Loftslagsbókhald - losunarsvið 3
CO2-ígildi í tonnum
GHGP Losunarþáttur 2021* 2022* 2023 Breyting 22/23 Athugasemdir
1 Landnotkun 3.582 3.229 3.153 -2% Sala niður um 2,0% - lífsferilsgreining 2023
1 Ræktun 10.017 9.046 8.842 -2% Sala niður um 2,0% - aukning álumb. og léttgler
1 Drykkjavöruframleiðsla 29.033 26.754 26.253 -2% Lífsferilsgreining 2023
1 Umbúðir og pakkningar 15.732 13.708 13.112 -4% Lífsferilsgreining 2023
4 Alþjóðlegur flutningur áfengis og tóbaks 1.999 1.798 1.755 -2% Lífsferilsgreining 2023
10 Tóbaksframleiðsla 2.552 2.171 1.977 -9% Sala niður um 2,0% - 14 g CO2 sígaretta
9 Innlendur vöruflutningur 248 200 205 2% Losunarst. úr 93,6 í 97,0 g/tkm - Samskip
7 Starfsfólk ferðir til og frá vinnu 84 102 86 -16% Vistvænni bifreiðar
5 Úrgangur 66 32 29 -9% Endurv.hl. úr 88% í 87%
6 Flug og leigubílar 8 14 19 36% Flug kolefnisbundið, 18 tonn CO2
Losun GHL - samtals 63.321 57.054 55.431 -3%
Mismunur GHL á milli ára: -6.267 -1.623 * Útreikningar uppfærðir

GHGP stendur fyrir -Technical Guidance for Calculating Scope 3 Emissions (v 1.0). Aðrir flokkar eiga ekki við.

Loftslagsbókhald - Samantekt losunarsviða
CO2- ígildi í tonnum
Losunarsvið Áhrif 2022 2023 Breyting 22/23 Hlutfall af heildarlosun
Losunarsvið 1 Bein 141 149 6% 0,3%
Losunarsvið 2 Óbein 74 83 11% 0,2%
Losunarsvið 3 Óbein 57.054 55.431 -3% 99,5%
Losun GHL - Samtals 57.269 55.663 -3%
Langstærsti hlutinn er í virðiskeðjunni, losunarsviði 3, eða rúm 99%.
3%
minni losun í losunarsviði 3
Fjárfesting til kolefnisverkefna
CO2-ígildi í tonnum
  • Bein losun - Kolviður
  • Kolefnisforðun - bein losun - SoGreen
  • Flug - Votlendissjóður
  • Flug - Kolviður
  • Samtals
Úrgangur

Heildarmagn úrgangs jókst um 3% og flokkunarhlutfall lækkaði um 2% milli ára. Góður árangur náðist við að minnka magn blandaðs úrgangs í urðun en magnið minnkaði um 28% á milli ára. Umfang á grófum úrgangi er vegna viðhaldsframkvæmda á Stuðlahálsi og er breytilegur á milli ára. Grófur úrgangur tengist ekki daglegum rekstri heldur tímabundnum framkvæmdum. Má þar nefna steinsteypu, innréttingar og byggingarhluta úr timbri.

Öll bretti eru seld og fara í endurnotkun. Einnig geta viðskiptavinir nýtt tóma kassa í sama tilgangi.

Íslenska Gámafélagið tók við hirðingu úrgangs á síðasta ári og fer blandaði úrgangurinn í brennslu til orkunýtingar til Evrópu. Kolefnisspor er því lægra en losunarstuðlar fyrir urðun hér á landi þar sem orkan er þar nýtt í stað kola til að framleiða hita og rafmagn. Magn blandaðs úrgangs til orkunýtingar var 17 tonn. Skv. tölum frá ResSource 2021 er ávinningur af því að nota úrgang í stað kola: -1.317 kg CO2íg/t eða -11 tonn CO2.

Megnið af plastinu sem til fellur, eða um 21 tonn, er glær plastfilma og fer í endurvinnslu til Pure North Recycling í Hveragerði. Þar með er tryggt 82% minni loftslagsáhrif af plastinu sem fellur til og skilað er til innlendrar endurvinnslu.

Til að lágmarka matarsóun í mötuneyti þá var úrgangur vigtaður daglega og niðurstaðan birt á töflu. Ætur matur sem fór í lífrænan úrgang er 39 grömm á mann. Til samanburðar hendir hver Íslendingur að jafnaði 62 kg af mat (ætur og óætur) á ári eða 173 grömm á dag. Frá fyrirtækinu fóru 11 tonn í lífrænan úrgang og aukning á milli ára, ástæðan er betri flokkun.

Eins og sést í ritunum hér að neðan flokkaði Vínbúðin til endurvinnslu 281 tonn af heildarúrganginum og náði með því 87% endurvinnsluhlutfalli. Þannig kom fyrirtækið í veg fyrir að út í andrúmsloftið losnuðu gróðurhúsalofttegundir sem jafngilda rúmlega 1.463 tonnum af CO2. Það samsvarar ársnotkun á 487 fólksbílum (m.v. að hver fólksbíll losi 3 tonn) eða akstri allra bifreiða ÁTVR í 11 ár.

Flokkaður úrgangur
281
tonn
Rúmlega
99%
af losun CO2 er í virðiskeðjunni

Fjárhagslegur ávinningur er af því að flokka úrgang. Í stað þess að greiða förgunargjald, þá er hægt að afla tekna af hráefninu og því geta legið mikil verðmæti í úrgangi ef hann er flokkaður rétt.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 12, Ábyrg neysla, er eitt af mikilvægustu markmiðum ÁTVR. Stefnt var að 94% endurvinnsluhlutfalli úrgangs sem náðist ekki. Markmiðið verður áfram 94% fyrir næsta ár. Árið 2030 verður markmiðið að ná 98% endurvinnsluhlutfalli. Innleiðing á Grænum skrefum í ríkisrekstri er mikilvægt skref til að ná þessum áfanga.

Endurvinnsluhlutfall
Úrgangur - til endurvinnslu
Magn í tonnum
Bylgjupappi
Plastumbúðir
Málmar
Pappír
Önnur flokkun
Lífrænt til moltugerðar
Kolefnishlutleysi
Samfélagið
Kolefnishlutleysi
Í átt að kolefnishlutleysi

Ekki er til alþjóðleg skilgreining á því hvað kolefnishlutleysi er en Ísland hefur skilgreint kolefnishlutleysi á eftirfarandi hátt: Ástand þar sem jafnvægi hefur náðst milli losunar gróðurhúsalofttegunda og bindingar kolefnis af mannavöldum og nettólosun er því engin (3. gr. laga um loftslagsmál nr. 70/20212).

Til að ná kolefnishlutleysi, sem íslensk stjórnvöld ætla að ná eigi síðar en árið 2040 þá þarf að mæla beina og óbeina kolefnislosun starfseminnar. Fyrirtækin þurfa að móta stefnu og gera metnaðarfulla tímasetta aðgerðaráætlun með mælanlegum markmiðum. Draga þarf úr beinni og óbeinni losun og sýna ábyrgð og kolefnisjafna það sem eftir stendur í beinni losun, losunarsviði 1 (LS1) með vottuðum kolefniseiningum. Sækja þarf staðfestingu frá þriðja aðila um ofangreindar aðgerðir og birta opinberlega í staðfestri sjálfbærniskýrslu upplýsingar um framgang mála.

Skýringarmyndin sýnir leið ÁTVR að kolefnishlutleysi en SoGreen kláraði vinnu við vottaðar kolefniseininga á árinu. Kolviður stefnir að því á árinu 2024.

Umhverfislög og reglur
Samfélagið
Umhverfislög og reglur

Fyrirtækið hefur hvorki fengið sektir né viðurlög vegna brota gegn umhverfislögum og -reglum.