Fagmennska, hagkvæmni og ábyrg vinnubrögð einkenna starfsemina. Lögð er áhersla á mælanleg markmið til að tryggja árangur á öllum sviðum. Við fylgjumst með og tileinkum okkur nýjungar til framfara.
Mjög mikilvægur þáttur í samfélagsábyrgð er að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri. Til að efla starfsfólk í skilríkjaeftirliti eru framkvæmdar hulduheimsóknir. Viðskiptavinir á aldrinum 20 – 23 ára versla í Vínbúðunum og skila niðurstöðum til rannsóknaraðila um hvort viðkomandi hafi þurft að framvísa skilríkjum. Hulduheimsóknir eru framkvæmdar í öllum Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu og einnig á Selfossi, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Að jafnaði eru þrjár til fimm heimsóknir í mánuði í hverja Vínbúð. Á árinu var farið í samstarfsverkefni með stjórnvöldum sem gerir starfsfólki allra Vínbúða kleift að skanna rafræn ökuskírteini og fá staðfestingu úr gagnagrunni lögreglunnar hvort viðkomandi hafi aldur til áfengiskaupa. Árangur hulduheimsókna var mjög góður eða 95% en markmiðið er að árangurinn sé ekki undir 90%.
ÁTVR heldur grænt bókhald, er jafnframt þátttakandi og skilar inn tölum í Grænt bókhald hjá Umhverfisstofnun. Vistvæn innkaup eru samstarfsvettvangur opinberra aðila, en markmið verkefnisins er að stuðla að vistvænum innkaupum og þar með grænum ríkisrekstri. Græn skref er leið fyrir opinbera aðila að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum. Skrefin eru fimm og fæst viðurkenning frá Umhverfisstofnun eftir hvert skref. Allar Vínbúðir, auk höfuðstöðva og dreifingarmiðstöðvar, hafa innleitt skrefin fimm.
Markmið 2023 | ||||
Prentun | ||||
kg/stg. | ||||
hlutfall | ||||
Einnota vörur | ||||
stk/stg. | ||||
Ræstiefni | ||||
hlutfall | ||||
hlutfall | ||||
Umbúðir | ||||
stk/Mltr. | ||||
kg/Mltr. |
Engir plastpokar eru seldir hjá Vínbúðunum en margnota burðarpokar eru til sölu. Alls seldust 252 þús. margnota pokar á árinu.
Aðkeypt ræsting fyrir skrifstofu og dreifingarmiðstöð er frá Sólar ehf, Svansvottuðu ræstingarfyrirtæki. Í Vínbúðunum sér starfsfólk um ræstingar. Alls voru 94% af ræstiefnum umhverfisvottuð.
ÁTVR er einn af stofnendum Endurvinnslunnar hf. og hluthafi. Hlutverk Endurvinnslunnar hf. er meðhöndlun allra einnota drykkjarvöruumbúða á Íslandi. Skil á drykkjarvöruumbúðum var 91% af seldum umbúðum.
Á árinu voru tæplega 53 milljón einingar seldar í Vínbúðunum.
Niðurstaða lífsferilsgreiningar á vörusafni sem ÁTVR vann ásamt áfengiseinkasölunum á Norðurlöndum, sýndi að mestu umhverfisáhrifin voru af umbúðum. Þar komu glerumbúðir verst út.
Á meðfylgjandi mynd má sjá samanburð á kolefnisspori umbúða g/L af CO2.
Til upplýsinga fyrir viðskiptavini þá eru birtar á vöruspjaldi allra léttvínstegunda á www.vinbudin.is, þyngd umbúðanna og áætlað kolefnisspor þeirra. Þyngd glersins skiptir mestu máli þegar kemur að kolefnisspori glerumbúða. Áhersla hefur verið lögð á að framleiðendur noti léttgler, það er léttara en 420 g, sérstaklega fyrir vörur sem framleiddar eru í miklu magni. Í vörusafni eru vín í 750 ml glerflöskum; rauðvín, hvítvín og rósavín, í léttgleri sem er 39% miðað við selda lítra. Heildarlosun frá umbúðum var 12.321 tonn og minnkaði um 4%. Markmiðið er að minnka kolefnissporið um 50% árið 2030 miðað við viðmiðunarárið 2020.
Markmiðið er að draga úr losun um 7% árlega miðað við selda lítra, meðal annars með fjölgun söluhárra tegunda í léttgleri. Auk þess má búast við að aukning verði á framboði vína í öðrum gerðum umbúða sem hafa minni umhverfisáhrif en gler.
Hlutfallið á milli losunar á selda milljón lítra á milli ára fór úr 533 í 520 (tCO2/milljón lítra) eða lækkaði um 2%. Hlutfall bjórs í álumbúðum jókst; fór úr 91,5% í 92,5%.
Til að ná markmiði um 50% samdrátt í kolefnislosun umbúða og stefna á Parísarsamkomulagið um 1,5 gráðu hlýnun, þarf að ná 7% árangri á hverju ári.
Þriðjungur heildar raforkunotkunar er á Stuðlahálsi þar sem höfuðstöðvar, dreifingarmiðstöð og Vínbúðin Heiðrún eru staðsett. Í notkun er sérstakt hússtjórnarkerfi sem vaktar hita og rafmagnsnotkun og stýrir álagi. Í grænu skorkorti eru sett markmið og fylgst er með orkunotkun. Rafmagnsnotkun á Stuðlahálsi var sambærileg notkun 120 heimila (601.373 kWst) og hækkaði um 6% milli ára. Alls eru 22 hleðslustöðvar fyrir rafbíla á lóðinni. Með aukinni rafbílaeign er fyrirsjáanlegt að rafmagnsnotkun muni halda áfram að aukast. Áfram verður unnið að því að setja upp LED ljós í byggingar og skilti.
Heitt vatn samsvaraði notkun 118 heimila (68.108 m3) og hækkaði um 17% á milli ára. Ástæða fyrir breytingunni er óhagstætt veðurfar.
Útreikningar |
MWst |
m3 |
m3 |
ÁTVR þekkir til fulls rafmagnsnotkun á Stuðlahálsi og því sem samsvarar 66% heildarfermetrafjölda Vínbúða. Almenn raforkunotkun var 757 MWst á þessum fermetrum. ÁTVR hefur ekki fullnægjandi vitneskju um rafmagnsnotkun í leiguhúsnæði þar sem rafmagn er hluti af leiguverði. Þekkt rafmagnsnotkun er tæplega 1,4 GWst. Það er lækkun um 3% frá fyrra ári.
Umreiknað miðað við heildarfermetrafjölda húsnæðis er áætluð almenn notkun rafmagns rúmlega 1,7 GWst á ári. Útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar raforku er 15 tonn CO2.
Vitneskja um heitavatnsnotkun er sömu takmörkunum háð og vitneskja um rafmagnsnotkun. ÁTVR þekkir til fulls heitavatnsnotkun á Stuðlahálsi og 48% af heildarfermetrafjölda Vínbúða. Heitavatnsnotkunin var 88.604 m3 fyrir þessa fermetra.
Heildarnotkun er áætluð 156.712 m3 sem gerir um 10,7 rúmmetra á hvern fermetra. Það er hækkun um 15% frá fyrra ári. Helsta ástæðan er snjór og kuldi yfir vetrartímann. Útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar hitaorku er 68 tonn CO2.
Þann 1. janúar 2023 varð sú breyting á í tengslum við kaup á raforku í landinu að upprunaábyrgðir raforku hættu að fylgja endurgjaldslaust með þeirri orku sem sölufyrirtækin keyptu á heildsölumarkaði. ÁTVR keypti ekki græna raforku af Orkusölunni. Markaðsbundin losun raforku er því 892 tCO2.
Útreikningar | |
-3% | |
Umhverfisstofnun 2024 | |
Orkustofnun 2021 og 2022 | |