Eigandinn
Samfélagsleg ábyrgð
Eigandinn
Styðjum samfélagslega ábyrgð

Við erum trú hlutverki okkar og framfylgjum stefnu stjórnvalda um bætta lýðheilsu. Við styðjum samfélagslega ábyrgð í áfengis- og tóbaksmálum í sátt við samfélagið.

Rekstur
Eigandinn
Rekstur

Stór hluti tekna ÁTVR er með einum eða öðrum hætti hluti af tekjum ríkissjóðs, í formi áfengis- og tóbaksgjalda, virðisaukaskatts og arðs. Í ár nam þessi upphæð um 28.120 milljónum króna, en var 27.153 milljónir króna árið á undan. Greiddur var 500 milljón króna arður í ríkissjóð.

1. janúar 2023 voru gerðar breytingar á áfengis- og tóbaksgjöldum. Áfengisgjald og tóbaksgjald var hækkað um 7,7% á alla flokka áfengis og tóbaks.

Hagnaður
Eigandinn
Hagnaður og sölutölur

Hagnaður var 779 milljónir króna, í samanburði við 877 milljón króna árið 2022. Rekstrartekjur ársins voru 42.281 milljónir króna. Rekstrargjöld námu 41.767 milljónum króna, þar af var vörunotkun 36.011 milljón króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 1.072 milljónir króna, eða 2,5%. Arðsemi eiginfjár á árinu var 11,2%.

779
milljón króna hagnaður
Arður til ríkissjóðs
500
milljónir króna
Sala áfengis
Eigandinn
Sala áfengis

Tekjur af sölu áfengis voru 34.382 milljónir króna án vsk. og jukust um 4,2% milli ára. Alls voru seldir 23,7 milljónir lítra af áfengi. Sala ársins var 2% minni í lítrum í samanburði við fyrra ár. Sala dróst saman í öllum flokkum; í léttvíni um 3,5%, í sterku áfengi um 3,6% og 1,5% í bjór.

Eigandinn_sala afengis
Sala tóbaks
Eigandinn
Sala tóbaks

Tekjur af sölu tóbaks voru 7.978 milljónir króna án vsk. og minnkuðu um tæplega 2% á milli ára. Sala tóbaks dróst saman í öllum flokkum. Sala á neftóbaki var 19% minni í magni en árið á undan og sala á vindlingum (sígarettum) minnkaði um tæp 9% á milli ára.

Neftóbak
10,2
tonn seld
Sala á vindlingum
8,8%
minnkun
Breyting á sölu áfengis 2022 - 2023
Breyting á sölu tóbaks 2022 - 2023
Framkvæmdir
Eigandinn
Framkvæmdir

Áfram var unnið að endurbótum á húsnæði ÁTVR að Stuðlahálsi í Reykjavík og undirbúningi stækkunar á Dreifingarmiðstöðinni. Ýmsar endurbætur voru gerðar á Vínbúðunum Seyðisfirði, Borgarnesi og Vestmannaeyjum. Vínbúðin Búðardal og Hólmavík voru endurnýjaðar. Vínbúðin Vík í Mýrdal flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði og hafist var handa við framkvæmdir við nýja Vínbúð að Álfabakka. Vegna eldgoss var Vínbúðinni Grindavík lokað.

50
Vínbúðir um allt land
13
Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu
Vörumeðhöndlun og dreifing
Eigandinn
Vörumeðhöndlun og dreifing

Með markvissri vörustjórnun er leitað leiða til að koma vörum í hillur Vínbúðanna með sem skilvirkustum hætti. Á undanförnum árum hefur verið farið í fjölmörg verkefni til að bæta innkaup, dreifingu og vörumeðhöndlun. Í þessum verkefnum reynir á skilning allra á starfseminni og góða samvinnu. Þetta hefur meðal annars leitt af sér skilvirkara ferli flutninga og betri nýtingu flutningabíla, sem um leið leiðir til minni umhverfisáhrifa. ÁTVR dreifir vörum með eigin bifreiðum á höfuðborgarsvæði, til Akraness, Borgarness, Reykjanesbæjar, (Grindavíkur) og í sex Vínbúðir á Suðurlandi; Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfoss, Flúðir, Hellu og Hvolsvöll. Aðrir flutningar eru boðnir út.

Tóbak
Eigandinn
Tóbak

Í desember 2023 voru á Alþingi samþykkt lög nr. 110/2023  um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Lögin fela í sér innleiðingu á Evrópureglum og munu leiða til margvíslegra breytinga í viðskiptum með tóbaksvörur og jurtavörur til reykinga.  ÁTVR hefur verið falið það hlutverk að annast framkvæmd og hafa eftirlit með  ákveðnum þáttum laganna. Má þar m.a. nefna skýrslugjöf um innihaldsefni og losun, einkennandi bragð, merkingu og umbúðir, rekjanleika, skráningu og öryggisþátt. 

Ein helsta breytingin sem verður með nýju lögunum er að allir einingapakkar tóbaksvöru sem seldir verða á Íslandi skulu merktir með einkvæmu auðkenni. Með því verður hægt að rekja feril vöru frá framleiðanda til fyrsta smásala. Þannig þurfa framleiðendur, innflytjendur, heildsalar,  flutningsaðilar og vöruhús að skanna vörur inn og út til staðfestingar á því hvaða vara er stödd á hvaða stað og hvenær.  Fyrirkomulag rekjanleikakerfisins og hvernig það snýr að ÁTVR  verður kynnt nánar síðar en vinna við undirbúning fyrir uppsetningu kerfisins er þegar hafin.