Áfengis-og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) starfar í samræmi við lög nr. 86/2011 og er í eigu íslenska ríkisins. Markmið laganna er að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis og heildsölu tóbaks sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu. Að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks og takmarka framboð á óæskilegum vörum. ÁTVR heyrir undir fjármála- og efnahagsráðherra.
Á árinu 2023 var áfengi selt fyrir 38,2 ma.kr. með virðisaukaskatti. Í lítrum dróst sala áfengis saman um 2% á milli ára. Alls seldust 23.688 þús. lítrar, þar af var bjórsala 18.324 þús. lítrar.
Sala tóbaks nam 9,9 ma.kr. með virðisaukaskatti. ÁTVR innheimtir tóbaksgjald. Gjaldið nam 4.579 m.kr. á árinu 2023 og lækkaði um 117 m.kr. frá árinu á undan. Sala vindlinga í magni dróst saman um 8,8%. Sala vindlinga nam 682 þús. kartonum og af vindlum seldust 3.184 þúsund stykki. Selt magn neftóbaks var 10.192 kg og var samdráttur 13,6% frá fyrra ári.
Viðskiptavinafjöldi Vínbúðanna var 5,2 milljónir sem eru 0,5% fleiri viðskiptavinir en árið á undan.
Eignir námu 8.985 m.kr, skuldir voru 1.759 m.kr. og eigið fé nam 7.226 m.kr. í árslok 2023. Greiddur var 500 m.kr. arður í ríkissjóð.
Á árinu fengu 641 starfsmenn greidd laun hjá ÁTVR. Margir eru í hlutastarfi. Ársverk voru 333, sem er fjölgun um 4 ársverk á milli ára.
Unnið var að endurbótum á húsnæði ÁTVR að Stuðlahálsi í Reykjavík og undirbúningi stækkunar á dreifingarmiðstöðinni. Ýmsar endurbætur voru gerðar í Vínbúðunum Seyðisfirði, Borgarnesi og Vestmannaeyjum. Vínbúðirnar Búðardal og Hólmavík voru endurnýjaðar frá grunni. Vínbúðin Vík í Mýrdal flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði og hafist var handa við framkvæmdir við nýja Vínbúð að Álfabakka í Reykjavík. Einnig var unnið að uppfærslu upplýsingakerfa ÁTVR.
Vegna eldgoss var Vínbúðinni Grindavík lokað.
Lögum um gjald af áfengi og tóbaki var breytt í upphafi árs þannig að bæði áfengisgjald og tóbaksgjald var hækkað um 7,7%.
Forstjóri ÁTVR staðfestir ársreikning fyrirtækisins fyrir árið 2023 með undirritun sinni.
Reykjavík, mars 2024
Undirritað rafrænt
Ívar J. Arndal, forstjóri.
Ríkisendurskoðandi starfar á grundvelli laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga og siðareglur alþjóðasamtaka ríkisendurskoðana. Hlutverk ríkisendurskoðanda er að tryggja að fram fari endurskoðun og eftirlit í samræmi við 4. gr. laganna.
Ríkisendurskoðandi ber húsbóndaábyrgð á störfum þeirra endurskoðenda sem starfa hjá Ríkisendurskoðun og framkvæma endurskoðun á grundvelli laga um endurskoðendur og endurskoðun, lögum um ársreikninga og þeim almennu reglum sem þeir hlíta samkvæmt alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum.
Endurskoðunin var framkvæmd í samræmi við lög nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.
Ríkisendurskoðun, mars 2023
Undirritað rafrænt
Guðmundur Björgvin Helgason
Ríkisendurskoðandi
Ársreikningur ÁTVR fyrir árið 2023 er endurskoðaður samkvæmt lögum nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu forstjóra, rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.
Það er álit Ríkisendurskoðunar að ársreikningurinn sýni glögga mynd af fjárhagsstöðu ÁTVR 31. desember 2023, afkomu fyrirtækisins og breytingu á handbæru fé á árinu 2023, í samræmi við lög um ársreikninga.
Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð samkvæmt þeim stöðlum er nánar lýst í kaflanum um ábyrgð ríkisendurskoðanda hér á eftir. Ríkisendurskoðandi er óháður ÁTVR og starfar í samræmi við lög nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, og siðareglur alþjóðasamtaka ríkisendurskoðana (INTOSAI). Skrifstofa ríkisendurskoðanda nefnist Ríkisendurskoðun og fer hann með stjórn hennar. Ríkisendurskoðandi telur að við endurskoðunina hafi verið aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit Ríkisendurskoðunar á ársreikningnum.
Forstjóri er ábyrgur fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga. Forstjóri er einnig ábyrgur fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er að sé til staðar við gerð og framsetningu ársreikningsins, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.
Markmið ríkisendurskoðanda er að aflað sé nægjanlegrar vissu um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka og að gefa út áritun sem felur í sér álit Ríkisendurskoðunar á ársreikningnum. Nægjanleg vissa er mikið öryggi, en ekki trygging þess að endurskoðun sem framkvæmd er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni uppgötva allar verulegar skekkjur séu þær til staðar. Skekkjur geta orðið vegna mistaka eða sviksemi og eru álitnar verulegar ef þær gætu haft áhrif á fjárhagslega ákvarðanatöku notenda ársreikningsins, einar og sér eða samanlagðar.
Endurskoðun var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla og hún byggir á faglegri dómgreind og gagnrýni. Einnig framkvæmir Ríkisendurskoðun eftirfarandi:
Ríkisendurskoðun ber að upplýsa forstjóra um áætlað umfang og tímasetningu endurskoðunarinnar og mikilvæg atriði sem fram komu við endurskoðunina, þar á meðal verulega annmarka á innra eftirliti.
Ríkisendurskoðun,
Guðmundur Björgvin Helgason,
ríkisendurskoðandi
2022 | |||
Rekstrartekjur | |||
Sala áfengis | |||
Sala tóbaks | |||
Sala umbúða o.fl. | |||
Rekstrargjöld | |||
Húsnæðiskostnaður | |||
Sölu- og dreifingarkostnaður | |||
Stjórnunar- og skrifstofukostnaður | |||
Annar rekstrarkostnaður | |||